Flöskudagur án flösku...
Já, úr því að fámennt er í henni Kaupmannahöfn af þeim sem ég þekki, þá er bara best að sitja heima með fjarstýringuna í hönd á þessu fína föstudagskvöldi. Öll kveisa er úr manni farin og má slíkt hið sama segja um Emilíu litlu og finnst mér það nú mikilvægara.
Ekki líður á löngu þar til við fjölskyldan förum til Manchester og er tilhlökkun nokkur hér á bæ. Að vísu verðum við af hinu feiknavinsæla leikriti Benedikts Erlingssonar "Mr. Skallagrímssyni" sem einmitt verður flutt í Kaupmannahöfn í lok mánaðar, en þá verðum við á bak og burt. Til að draga úr gráti og gnýstan tanna tók ég mig því til og las Egils sögu um síðustu helgi en það hafði ég aldrei gert áður. Ég verð nú samt að segja að með þessum gjörningi hef ég trúlega bara gert illt verra, því nú langar mig sem aldrei fyrr að fara og sjá verkið. :o(
En þannig er nú bara það. Þá er það þriðja vísbending í gúgglileiknum, en margar góðar uppástungur komu fram en ekki var um rétt svar að ræða í þetta sinnið.
Gúgglileikurinn
2. umferð: Þriðja vísbending. 3 stig.
Konan var frá Asíuríki.
Já, úr því að fámennt er í henni Kaupmannahöfn af þeim sem ég þekki, þá er bara best að sitja heima með fjarstýringuna í hönd á þessu fína föstudagskvöldi. Öll kveisa er úr manni farin og má slíkt hið sama segja um Emilíu litlu og finnst mér það nú mikilvægara.
Ekki líður á löngu þar til við fjölskyldan förum til Manchester og er tilhlökkun nokkur hér á bæ. Að vísu verðum við af hinu feiknavinsæla leikriti Benedikts Erlingssonar "Mr. Skallagrímssyni" sem einmitt verður flutt í Kaupmannahöfn í lok mánaðar, en þá verðum við á bak og burt. Til að draga úr gráti og gnýstan tanna tók ég mig því til og las Egils sögu um síðustu helgi en það hafði ég aldrei gert áður. Ég verð nú samt að segja að með þessum gjörningi hef ég trúlega bara gert illt verra, því nú langar mig sem aldrei fyrr að fara og sjá verkið. :o(
En þannig er nú bara það. Þá er það þriðja vísbending í gúgglileiknum, en margar góðar uppástungur komu fram en ekki var um rétt svar að ræða í þetta sinnið.
Gúgglileikurinn
2. umferð: Þriðja vísbending. 3 stig.
Konan var frá Asíuríki.
2 Ummæli:
Þann 7:54 e.h. , Hakon sagði...
Indira Ghandi
Þann 11:43 f.h. , Nafnlaus sagði...
Demm.... ég er alltaf of sein, ætlaði líka að segja Indira Ghandi!
Skrifa ummæli
<< Heim