gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, október 10, 2007

Veikiblogg...

Úr því að maður er veikur í Kaupmannahöfn, er ekkert því til fyrirstöðu að blogga smávegis loksins.

Já, við Emilía höfum greinilega náð okkur í einhverja heavý pest á vöggustofunni þar sem við erum bara tvö ein heima núna hóstandi í takt og sjúgandi upp í nefið í góðu bíti. Hálsbólga er einnig að gera amk mér lífið leitt og hitaslæðingur einnig. Það er bara ekki til neitt leiðinlegra en að vera veikur finnst mér. Maður nennir engu sem maður var búinn að áveða að gera en ég fékkst þó til að blogga smá sem er heilmikið afrek.

Annars er kórinn kominn á fullt, búið að halda stjórnarfund, þar sem 20+ íslendingar töluðu hver ofan í annan á dönsku (vegna þess að kórinn hleypti dönsku pari inn). Kórstjórinn okkar talar líka dönsku og getur verið dálítið einkennilegt að fylgjast með þegar verið er að biðja um hina og þessa raddbeitingu hehe.

Við höfum verið ansi hreint dugleg að bjóða í mat undanfarið (leiðrétting, bjóða fólki að koma að elda). Þórir hefur einkar gaman að prófa sig í eldhúsinu og er þetta einskonar win-win situation. Nú mun draga úr eldamennsku Þóris þar sem þau Sigrún eru komin í mun stærri og hugsanlega betri íbúð á Vatnsleysu, enda kalla ég Þóri hér eftir: greifann af Vatnsleysu (d. Vanløse).

Ég fékk þó að halda eins og eitt Shawarmaborgarapartý hjá Vatnsleysugreifa sem gekk í alla staði mjög vel. Þórir svaraði því svo með hamborgarahryggskveðjuboði fyrir Björn sem ég efast um að geta slegið við.

Pókerinn er kominn á fullt aftur eftir smá hlé. Höfum nú farið til Jóns Viðars aðra hverja helgi og stefnum á að halda þeim sið áfram í nánustu framtíð. Fleiri hafa bæst í hópinn frá því í fyrra og má þar nefna, Hákon, Ingva og Lillý dansk/kanadíska vinkonu okkar Ketils úr CBS. Ekki er ég búinn að segja allt um spilaæði mitt, þar sem ég þróaði gríðarlegan áhuga fyrir Carcassonne spilinu sem einhver kom með í Gleðikórsferðina í sumarlok. Fór um daginn og keypti mér spilið ásamt smá viðbótum og höfum við Kristín verið að spila þetta undanfarið.

Þannig að það er svona allt og ekkert að gerast í henni Köben, ekkert t.d. núna, þar sem téð veikindi eru til staðar.

Ætli ég skelli ekki einum "gúggli"-leik inn núna: (Ætli ég kalli spurningaleikinn minn ekki bara það).

Gúgglileikurinn

2. umferð: Fyrsta vísbending. 5 stig.

Spurt er um konu.
Konan náði ákveðinni sérstöðu í heimalandi sínu.

2 Ummæli:

  • Þann 4:48 e.h. , Blogger Þórir Hrafn sagði...

    Vigdís Finnbogadóttir

    Annars er ekki leiðinlegt að vera orðinn greifi ! Þarf að fá mér greifanafn, graf von Þórenberg, eða eitthvað svoleiðis :)

     
  • Þann 3:20 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Demm... ég æ tlaði að segja Vigdís finnbogadóttir líka!

    Skít á Margreti Tacher

     

Skrifa ummæli

<< Heim