gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, ágúst 17, 2007

Allt að verða klárt...

Þá eru hlaupaskórnir komnir í höfn. Fór í gær að versla Asics-skó í Útilífi. Þar er mjög gott úrval af skóm, hafði nefnilega gert heiðarlega tilraun í annarri sportvörubúð sem var vægast sagt með slakt úrval af hlaupaskóm. En ég er svolítið ánægður með þessa skó þar sem þeir eru með góðum geldempara og innanfótarstyrkingu.

Hafði verið skammaður fyrir að vera að æfa á gömlu skónum mínum sem voru ekki beinlínis ætlaðir fyrir langhlaup. Er búinn að taka stutt prufuhlaup á nýju skónum og virðast þeir falla vel að fótunum og verður gaman að nota þá í mínu fyrsta hálfmaraþoni í fyrramálið. Nú ætti ég að sleppa við hnjáeymslin sem svo allt of lengi hafa verið að pirra mig.

Jæja, þá er komið rétt svar við fyrstu umferð leiksins góða og var þar á ferð Þórir sem gat rétt upp á tónlistarmanninum. Þetta er að sjálfsögðu hinn mislyndi Phil Spector sem hér var spurt um og hlýtur Þórir 2 stig fyrir svar sitt. Þórir tekur þar með forystu í leiknum.

2 Ummæli:

  • Þann 8:58 e.h. , Blogger Ásdís sagði...

    og hvernig gekk svo að hlaupa ??

     
  • Þann 10:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Mikið er gaman að sjá nýtt útlit og blogginu og margar nýjar færslur :)

    Já og hvernig gekk að hlaupa?

    Get ekki beðið eftir næstu spurningu mér finnst þetta svo skemmtilegur leikur!

     

Skrifa ummæli

<< Heim