Haustfrí...
Þá er haustfríið hafið í skólanum og mun standa yfir í viku. Í Kaupmannahöfn er einnig menningarnótt (Kulturnat) svo það á að vera af ýmsu að taka, en maður einhvern veginn er í engu stuði svona rétt nýstiginn upp úr hitarugli. Því ver ég bara tímanum með því að glápa á vonlausa imbakassann. Reyndar var einnig glápt á leik Dana og Spánverja sem fór 3-1 fyrir spanjólana.
Við fjölskyldan vorum svolítið heppin í dag, því við fengum að láni Honda jeppling til að komast í IKEA að versla. Mikið þarfaþing að fá bílinn og gaman að keyra um Köben á eigin forsendum. Keyptum m.a. lampa og hillu.
En ætli ég setji ekki eins og eina vísbendingu í gúgglileiknum þar sem sá eini sem spreytti sig á fyrstu vísbendingu (Þórir) náði ekki að koma með rétt svar.
Gúgglileikurinn
2. umferð: Önnur vísbending. 4 stig.
Æska konunnar varð talsvert fyrir áhrifum af opinberu og pólitísku lífi foreldra hennar.
Þá er haustfríið hafið í skólanum og mun standa yfir í viku. Í Kaupmannahöfn er einnig menningarnótt (Kulturnat) svo það á að vera af ýmsu að taka, en maður einhvern veginn er í engu stuði svona rétt nýstiginn upp úr hitarugli. Því ver ég bara tímanum með því að glápa á vonlausa imbakassann. Reyndar var einnig glápt á leik Dana og Spánverja sem fór 3-1 fyrir spanjólana.
Við fjölskyldan vorum svolítið heppin í dag, því við fengum að láni Honda jeppling til að komast í IKEA að versla. Mikið þarfaþing að fá bílinn og gaman að keyra um Köben á eigin forsendum. Keyptum m.a. lampa og hillu.
En ætli ég setji ekki eins og eina vísbendingu í gúgglileiknum þar sem sá eini sem spreytti sig á fyrstu vísbendingu (Þórir) náði ekki að koma með rétt svar.
Gúgglileikurinn
2. umferð: Önnur vísbending. 4 stig.
Æska konunnar varð talsvert fyrir áhrifum af opinberu og pólitísku lífi foreldra hennar.
5 Ummæli:
Þann 5:04 e.h. , Anna sagði...
Aung San Suu Kyi
Þann 2:35 e.h. , Þórir Hrafn sagði...
Held að þú megir gefa kannski aðeins öflugri vísbendingar Gaui minn. Eftir þessar tvær koma enn u.þ.b. 1.652.438 konur til greina. En ég ætla að skjóta á Margréti danadrottningu upp á djókið.
Þann 6:14 e.h. , Guðjón sagði...
Já, fyrstu tvær vísbendingarnar eru líka til þess gerðar að um ca. 1.652.438 möguleika er að ræða ;o)
Þann 11:40 e.h. , Nafnlaus sagði...
Ég ætla að giska á Benazir Bhutto, þótt ég viti ekkert um hennar æskuár. Bara að vera með, jú nó... :)
Þann 3:22 e.h. , Nafnlaus sagði...
Konan sem barst fyrir kostningarétti kvenna í Bretlandi?
Skrifa ummæli
<< Heim