gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, desember 04, 2002

Þá er fyrsta prófið búið og gekk það bara nokkuð vel held ég, þrátt fyrir smá veikindi sem eru að hrjá mig þessa dagana. Ég náði einhversstaðar í þetta sígilda; kvef og hósta. Var allan tímann í prófinu hóstandi og hamraði í mig einhverja 10 hálsbrjóstsykurmola. Við Halli redduðum loksins Umferðarritgerðinni okkar og var mikill léttir eftir það. Brá mér þar næst austur í sveitina og það var nú þægilegt. Horfði um kvöldið á Thomas Crown Affair svona til að fagna því að fyrsta prófið var búið. Ákvað svo í kvöld að láta skeggið fjúka, var orðinn ansi leiður á því. Ég ætlaði sko að láta vaxa prófskegg eins og í fyrra en maður nennir þessu sjaldan. Jæja, bezt að fara að sofa og halda áfram í hálsbrjóstsykrinum og tölfræðilestri í fyrramálið. gemill

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim