gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Þá er maður orðinn hafnfirðingur...

Við Kristín og Emilía erum nú komin á fjórða staðinn af hugsanlega fimm í sumar. Það ku vera heimabær FH-inga sem eru svo gott sem dottnir út úr meistaradeildinni en það er nú önnur saga.

Í þetta sinn er um að ræða 130 fm íbúð, með bílskúr og gróðurhúsi en sú fyrri var 110 fm. Það er alltaf verið að stækka við sig sko. Veit nú ekki alveg hvað ég á að gera við gróðurhúsið en það er þó svolítið gaman að því en þar eru ræktaðar kryddjurtir og mín uppáhalds er auðfundin þar, myntan.

Nú er hægt að blanda mojitoinn með lífrænt ræktaðri myntu. Ekki ónýtt. Feðgarnir á þessu heimili eru miklir Manchester Utd aðdáendur, og reyni ég mitt besta við að þola áreitið.

Emilía var svolítið óróleg fyrstu nóttina í nýju ferðarúmi sem við foreldrarnir fjárfestum í í Rúmfatalagernum. Ansi sniðug græja, því hægt er að pakka rúminu saman og hafa það með sér hvert á land sem er.

Svo er maður með nýjan hverfispöbb, nefnilega: A. Hansen. Þar skilst mér að mann að nafni Ketill megi finna buxnalausan á sunnudögum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim