gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Langt er orðið á milli vefbókana. En frá og með gærdeginum erum við Kristín flutt á Leifsgötu 10. Við fengum einvalalið fólks úr kórnum til að hjálpa okkur við flutningana og gengu þeir vonum framar að mínu mati.


Við fengum Nissan Orivan hjá Hasso sem reyndist drjúgur þar sem við fórum víða við og náðum í þrjá sófa og eina þvottavél. Jón var reffilegur við stýrið á Hasso skutlunni enda eini maðurinn með meirapróf. Einnig voru þarna Gauti, Telma, Þórir, Gunni og Ásdís. Mæli með þessu fólki í flutninga :o) .

Ekki byrjuðu samskiptin við nágrannana vel. Ég þurfti endilega að leggja í einkabílastæði sem nágranninn átti og var greinilega ekki sáttur við, því hann lagði bílnum sínum fyrir aftan minn. En þó fengum við heimsókn kl. 11 í gærkvöldi. Hinar samhentu tvíburasystur Alda og Bára, sem búa á hæðinni fyrir ofan, komu við og buðu okkur velkomin í blokkina.

Það er stundum sagt að maður eigi að telja glugga og dyr sem eru í svefnherberginu manns áður en farið er að sofa fyrstu nóttina, þar sem sagt er að þá rætist draumurinn sem maður dreymir um nóttina. Þessu gleymdi ég og eiginlega sem betur fer. Ég var staddur í sumarbústað undir Ingólffjalli í Grímsnesinu. Mér fannst ég vera að vinna ásamt kollegum. Skyndilega kom skriða úr fjallinu og áttum við fótum fjör að launa. Ég náði að koma mér undir Grjóthnullung sem reyndar ber nafnið Sængurkonusteinn. Ekki veit ég af hverju þetta var svo skýr draumur, þar sem ég dreymi yfirleitt bara eitthvað bull.

Það er gaman að þessu!!! :o)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim