gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

fimmtudagur, júní 23, 2005

Ég ákvað að setja tvo linka sem fjalla um víngerð á síðuna, en þannig er mál með vexti að mig hefur lengi langað til að prófa að brugga en hef aldrei komið því í verk, sökum lítils pláss og startkostnaðar. En í apríllok lét ég loks til skarar skríða og fékk hann Gísla með mér í lið. Hann hjálpaði mér að koma mér af stað og hefur gefið mér mörg góð ráð á meðan á brugginu hefur staðið. Útkoman eru 29 flöskur af rauðvíni og 41 flaska af bjór. Þetta hefur gengið alveg prýðilega (þó ég hafi ekki smakkað þetta ennþá) og bíður þetta bara í lageringu þessa dagana.

Annars virðist vera útlit fyrir einhverja vætu á Eyrarbakka um helgina, þannig að Blásýra þarf líklega að vera í tjaldi á Túngötunni. En maður vonar að hægt verði að redda svoleiðis smáatriðum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim