gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, nóvember 19, 2004

Ég er í vinnunni núna. En byrjaði daginn á því að fara til tannlæknis sem reddaði síðustu viðgerðinni. 45.000 kall. Gott að byrja afmælisdaginn sinn á svona skemmtilegheitum. Síðan fórum við Kristín á Hótel Sögu og ætluðum að fá okkur hlaðborð en þá var búið að setja upp jólahlaðborð sem var þeim mun dýrara að við fórum á Pizza 67. Þar snæddum við pizzur. Síðan fór ég í vinnuna og þar var tekið á móti mér með blómum, gjafakorti og vísu, en hún hljóðar svona:

Hann Guðjón er góður á kvöldin

gleðin þá tekur völdin,

og ánægjan vex

ef er hann til sex

hann er Guðjón á bak við tjöldin!



En þessi vísa er efti hana Kollu í Þjónustuverinu. Bara snilld. Úndir lok dagsins í vinnunni fóru yfirmennirnir að úða í okkur kampavíni!!! Maður er því bara hífaður hér í vinnunni núna.
Ætlunin er síðan að fara heim til Kristínar og borða góðan mat og fara síðan á Bridget Jones 2.

Takk fyrir mig!!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim