gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, júní 22, 2005

Ég er nú nokkuð ánægður með að það líði ekki nema 2 mánuðir á milli blogga hjá mér. Það kalla ég gott núorðið, af því að ég hef nú ekki verið með þeim duglegustu í vefbókununum undanfarið. Annars staðar hefur maður verið duglegri við skriftir en það er í vinnunni. Í vinnunni (þ.e. Hagfræðisviði Seðlabankans) snýst talsvert um skriftir og líkar mér það mjög vel. Ég er s.s. að skrifa í ársfjórðungsritið Peningamál og mánaðarritið Hagvísa m.a.

Annars er það að frétta að um síðustu helgi var frábær 17. júníhelgi sem verður líklega lengi í minnum höfð. Frábært veður og svona og síðan fengum við Kristín frábæra gesti frá Manchester. Það voru Ágústa systir Kristínar og Andy kærastinn hennar, og Emma systir Andys og Christian maðurinn hennar. Við fórum með þau í bæinn og sýndum þeim hvernig á að hafa það gott í Reykjavíkinni. Christian átti nú alltaf svolítið erfitt með að bera fram nafnið mitt og kallaði mig því bara "Guido" sem var frekar fyndið. Á sunnudaginn var síðan farið á Eyrarbakka og snæddur frábær kvöldverður, þar sem Grillaður humar var í forrétt, Lambalæri var í aðalrétt og heimatilbúinn ís í eftirrétt. Síðan tók við mikið fjör. Við Christian vorum hamslausir á hljóðfærin, hann á gítarinn og ég á slaghörpuna. Mér þótti hann nú alveg frábær þegar við vorum að spila íslensku útilegulögin (sem hann hafði vitanlega aldrei heyrt áður) en af mikilli list gerði hann það. Nú síðast en ekki síst er mín elskulega kærasta að útskrifast sem Táknmálsfræðingur frá Háskólanum á laugardaginn og verður þá voða mikið húllum hæ.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim