gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

mánudagur, febrúar 28, 2005

Mættur til vinnu eftir enn eina frábæru helgina. Laugardagurinn var svakalega viðburðaríkur. Byrjaði daginn á kennslu kl. 8 fór síðan beina leið í Háskólabíó að syngja á útskrift þar kl 14. Klukkan 16 fórum við Jón og Gauti til Valda í kaffiboð þar sem hann var að útskrifast sem master í viðskiptafræðinni. Síðan um kl. 9 fór ég í útskriftarpartý til Halla sem var að útskrifast sem B.s. í Hagfræði og þar næst laust fyrir miðnætti fór ég til Þóris ásamt Jóni og Kristínu. Einhver dýrasti leigubíll sem ég hef tekið um dagana. 3300 kall úr Hafnarfirði á Nesið. Partýið hjá Þóri var að vanda vel útilátið og var hann reyndar einu borðstofuborði fátækari eftir partýið. Ég varð nú heldur framlár og fór með Kristínu í leigubíl um kl. 5.
Á sunnudag fórum við Gauti svo og sóttum ísskápinn til mömmu og pabba hennar Önnu. Þau voru að flytja og voru að vonum feginn þegar við komum með flutningabíl til að taka gripinn. Í fyrsta sinn í marga daga fékk ég kalda mjólk á Specila K ið mitt í morgun.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim