gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

laugardagur, febrúar 19, 2005

Sit hér á Peder Hvitfeldts stræde þar sem Einar og Margrét búa í Köbenhavn. Við Kristín erum búin að gista tvær nætur hjá Láru og Óla í Lyngby, Stengarden. En þau búa á Christoffersalle í "sveitinni" En það tekur svona 40 mínútur að komast á milli þessar staða með lest. Einar og Margrét búa sem sagt nálægt Nörreport sem er í miðborginni. Við ætlum einmitt að reyna að finna okkur veitingastað til að borða í kvöld og síðan ætlum við út í Amager og fara í íslendingapartý. En þangað fórum við reyndar líka í gær í íslendingapartý.
Ég er búinn að skella mér í CBS skólann og líst gríðarlega vel á bygginguna og það sem inni í henni er. Var reyndar svolítið óheppinn að ná ekki tali af konunni sem sér um umsóknarferlið þar. Mér var bent á að koma á mánudaginn og þá ætla ég að sækja bara um. Sú hugmynd að nema hér hagfræði í haust fær byr undir báða vængi nú. Líst bara grefilli vel á þessa borg.

En hér er bara frábært að vera eins og fram hefur komið og allir eru voða gestrisnir. best að fá sér bjór.

Guðjón E.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim