gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, júní 11, 2004

Við Kristín erum orðnir algjörir DVD fíklar! Það er alveg magnað hvað það er hægt að verða "húkkt" á þessu. Nú er ekkert horft á VHS lengur og stefni ég eiginlega á að henda gamla videotækinu. Fórum á miðvikudagskvöldið og keyptum okkur þrjá DVD diska í safnið. Það voru hinar miklu eðalmyndir: Charlie's Angels 1 & 2 og Spiderman. Það er bara allt önnur Ella að horfa á þetta í þessu fyrirbæri; DVD spilaranum. Tala náttla ekki um að hafa surround kerfi líka :o)

Í gær var mjög sólríkur dagur og því fór ég ásamt nokkrum kórfélögum á Austurvöll. Þar var teigaður bjór og notið sólarinnar í jakkafötum. Ég verð nú að viðurkenna að mér var þokkalega heitt í þessum svörtu fötum.
Á morgun hefst svo EM, einmitt það sem ég hef verið að bíða eftir í dágóðan tíma. Ég ætla að leyfa mér að spá í spilin hér. Ég segi að fyrstu fjögur sætin verði svona:

1. Frakkland

2. Ítalía eða Niðurlönd

3. Ítalía eða Niðurlönd

4. Portúgal

Athugum hvort ég verði sannspár. Get ekki gert upp hug minn varðandi Holland og Ítalíu. Ég hugsa reyndar að England hafi toppað of snemma (þ.e. á móti Íslendingum). :o)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim