gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, júní 09, 2004

Langt er síðan síðast!

En það getur verið hálfleiðinlegt að blogga þegar commentakerfið er bilað hjá manni. Ég þarf að fara að fá hana Ýrr til að laga þetta eða jafnvel hana Ellen sem er að fara að útskrifast úr tölvunarfræði á laugardaginn kemur. (Hún er nefnilega ný hér í bankanum).

Ég er sem sagt farinn að vinna aftur, en ýmislegt hefur gengið á síðustu vikur. Ég kláraði lokaritgerðina mína, fór í "heimsreisu" til Englands, Ítalíu og Slóveníu með kórnum og hvaðeina. Nú er ég búinn að fá úr ritgerðinni minni og það er því næsta víst að ég mun útskrifast þann 19. júní sem ku vera Kvennadagurinn. Þá tekur kvenfólk upp á því að sprikla um götur bæja og borga og sennilega sitthvað fleira sem ég kem ekki frekar inn á. Hvað veit maður? Þá verður sko fjör. Síðan verður ábyggilega eitthvað glens fljótlega eftir það.

Sumarið er því tíminn til að blogga slatta.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim