Jólin eru rosalega mikill drómatími yfirleitt en ekki get ég sagt að þessi jól hafi verið þau rólegustu sem ég hef upplifað. Ég hef lítið annað aðhafst en að borða hangikjöt, kökur og sælgæti. Jólin fóru og mikið fram undir stýri þar sem við Kristín vorum eins og jójó á milli Reykjavíkur, Eyrarbakka og Selfoss. Jólaboð þvers á kruss og eitt partý hjá bekknum hennar Kristínar á laugardagskvöldið. Það er nú reyndar alltaf gaman að hitta fólkið sitt svona einu sinni á ári en það leiðinlegasta við þetta er að keyra í þessari geðveiku hálku sem er búin að vera í Þrengslunum. Búið að vera alveg autt fyrir hátíðar en rétt á meðan hátíðin stendur yfir þarf endilega að vera hálka dauðans.
Eitt er það sem tilheyrir á jólum hjá mér líka og eru það bílavandamál. Bíllinn fór ekki í gang hjá mér í gærmorgun og því þurfti að reyna að gefa honum start og var það meira en að segja það þar sem einhver annar bíll var búinn að loka mig inni. Því þurfti ég að fá bílinn hjá Magnúsi bróður lánaðan til þess einfaldlega að keyra á bílinn minn svo hægt væri að koma honum út úr sjálfheldunni. Ekki var allt búið enn. Ég prófaði að aka honum um Selfossbæ í gærkvöld til að fá einhverja smá hleðslu á geyminn en þá var svo mikill vatnsvaðall á Fossheiðinni að það flæddi inn á vélina. Þá lá best við að banka upp á hjá Þengli í Grashaganum þar sem ég var ekki með síma (týpískt hvað maður þarf alltaf að skilja símann sinn eftir þegar maður lendir í svona). Þengill var ekki heima en Pabbi hans og mamma björguðu mér með síma og hringdi ég því í pabba til að láta draga mig í burtu. Ekki leið á löngu þar til annar bíll sat líka í súpunni vegna flæðis inn á vél. Allt fór þó vel að lokum.
Eitt er það sem tilheyrir á jólum hjá mér líka og eru það bílavandamál. Bíllinn fór ekki í gang hjá mér í gærmorgun og því þurfti að reyna að gefa honum start og var það meira en að segja það þar sem einhver annar bíll var búinn að loka mig inni. Því þurfti ég að fá bílinn hjá Magnúsi bróður lánaðan til þess einfaldlega að keyra á bílinn minn svo hægt væri að koma honum út úr sjálfheldunni. Ekki var allt búið enn. Ég prófaði að aka honum um Selfossbæ í gærkvöld til að fá einhverja smá hleðslu á geyminn en þá var svo mikill vatnsvaðall á Fossheiðinni að það flæddi inn á vélina. Þá lá best við að banka upp á hjá Þengli í Grashaganum þar sem ég var ekki með síma (týpískt hvað maður þarf alltaf að skilja símann sinn eftir þegar maður lendir í svona). Þengill var ekki heima en Pabbi hans og mamma björguðu mér með síma og hringdi ég því í pabba til að láta draga mig í burtu. Ekki leið á löngu þar til annar bíll sat líka í súpunni vegna flæðis inn á vél. Allt fór þó vel að lokum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim