Þá er víst komið að því. Ég er staddur hér í ODDA á föstudagskvöldi með kaffið og er að reyna að troða síðasta lestrarskammtinum í höfuð mér, því málið er að þreyta sitt síðasta próf á morgun í Eyrbergi kennsluaðstöðu hjúkrunarfræðinema. Hér er magnþrungið andrúmsloft og má heyra saumnál detta. Sennilega er hægt að telja eftirlegukindur á fingrum annarrar handar. Hér er þögn yfir mannskapnum. Andi þekkingar svífur yfir og má finna nærveru hans um vit sér. Það er ákveðin áfangi í húfi því þetta ku víst samkvæmt síðustu talningu vera mitt allra síðasta próf úr skóla hæðarinnar á Íslandi. Hér á eftir mun ég því freista þess að þekkja kvótakerfið út og inn þar sem á morgun eru einmitt 20 ár frá því Kvótakerfi í sjávarútvegi var sett á. Þessa dags verður því minnst sem dagsins sem miðin fóru að nýtast betur en þekkst hafði áður. Við skulum sjá hvernig gengur!
frá 27.2.2008
Fyrri færslur
- Það er lítið sem hendir námsmann eins og mig í pró...
- Fyndið að skipta um sprungið dekk á Volkswagen Gol...
- í kjölfar alls þessa kaupréttarmáls þeirra Hreiðar...
- Það er langt síðan ég bloggaði síðast en nú verður...
- Halló. Það var svolítið um að vera um helgina. Við...
- Fór á massíft námskeið hjá íslandsbanka á föstudag...
- Ég á heima í Lordinum!!!! BTW ekki slæmt! Lord of ...
- Men, hvað það er langt síðan ég hef bloggað. Þá ke...
- Langt síðan síðast maður skrifaði eitthvað, en það...
- Jæja, þá er minn síðasti dagur í vinnunni alveg að...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim