gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, desember 10, 2003

Það er lítið sem hendir námsmann eins og mig í prófum yfirleitt en nú var undantekning á, þar sem ég er búinn að vera fyrir framan kameru alla síðustu helgi. Það má segja að allur laugardagurinn hafi farið í þetta. Málið var að ákveðnir aðilar voru að skjóta auglýsingu alveg frá því á fimmtudaginn held ég og eitthvað fram eftir þessari viku og var kórinn einmitt fenginn til að leika í einni senunni ( eða reyndar mjög mörgum tökum). Síðan var ég boðaður í töku um kvöldið til að leika áfram í þessari auglýsingu og einnig á sunnudagsmorguninn úff. Hversu oft þarf maður að liggja í drullunni á Ingólfstorgi á ævinni? Mesta lagi einu sinni ef maður slysast til að detta á torgið, en ég held ég hafi verið að velta mér þarna í forinni í alls 10 til 15 mínútur alla síðustu helgi. Nú spyrja margir náttúrulega.... "Hvurn djöfulann varstu að gera maður?" og reyndar fékk ég einmitt eitt sms frá Bigga þessa efnis, en hann var þarna í grenndinni og rak upp stór augu þegar hann sá þessi ósköp. Þá svara ég: "Hvað gerir maður ekki fyrir frægðina?"

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim