París vs. Bagdad (Hver er munurinn?) ...
Það kom loks að því að fréttir bárust af vinkonu minni henni París Hilton. Ég var bókstaflega farinn að hafa áhyggjur af að eitthvað væri að. Það fer reyndar um mig smá hrollur ef ég fæ ekki a.m.k. eina frétt á viku sem fjallar um París. Í dag komu reyndar ekkert alltof góðar fréttir af henni, þar sem hún getur víst ekkert borðað í fangelsinu og er þreytu- og veikluleg.
Ég skil reyndar ekki allt þetta skítkast út í hana. Fréttir af henni eiga alveg fótfestu á fréttamiðlum. Allar fréttir af henni eru góðar fréttir. Í sannleika sagt, því maður opnar ekki mbl.is eða visir.is öðruvísi en að sjá fréttir af bílsprengjuárásum í Írak sem granda jafnvel 50 manns í einu. Þá verður mér fyrst illt. Sú tilhugsun að þarna farast trúlega hlutfallslega fleiri óbreyttir borgarar og börn en hermenn vekur einhvern óróleika í mér.
Á meðan við fáum fréttir af óförum vinkonu minnar hennar Parísar sem oftar en ekki eru um að hún hafi læst lyklana sína inni í bílnum sínum eða týnt hundinum sínum, þá eru það SVO jákvæðar fréttir í samanburði við hitt. Fréttavefir verða vitanlega að birta eitthvað alla daga og a.m.k. þegar hún birtist á prenti, þá er að minnsta kosti ekki pláss fyrir ógeðfellda stríðsfrétt á meðan. Vil ég þá frekar fá fréttir af henni París minni, já takk.
Það kom loks að því að fréttir bárust af vinkonu minni henni París Hilton. Ég var bókstaflega farinn að hafa áhyggjur af að eitthvað væri að. Það fer reyndar um mig smá hrollur ef ég fæ ekki a.m.k. eina frétt á viku sem fjallar um París. Í dag komu reyndar ekkert alltof góðar fréttir af henni, þar sem hún getur víst ekkert borðað í fangelsinu og er þreytu- og veikluleg.
Ég skil reyndar ekki allt þetta skítkast út í hana. Fréttir af henni eiga alveg fótfestu á fréttamiðlum. Allar fréttir af henni eru góðar fréttir. Í sannleika sagt, því maður opnar ekki mbl.is eða visir.is öðruvísi en að sjá fréttir af bílsprengjuárásum í Írak sem granda jafnvel 50 manns í einu. Þá verður mér fyrst illt. Sú tilhugsun að þarna farast trúlega hlutfallslega fleiri óbreyttir borgarar og börn en hermenn vekur einhvern óróleika í mér.
Á meðan við fáum fréttir af óförum vinkonu minnar hennar Parísar sem oftar en ekki eru um að hún hafi læst lyklana sína inni í bílnum sínum eða týnt hundinum sínum, þá eru það SVO jákvæðar fréttir í samanburði við hitt. Fréttavefir verða vitanlega að birta eitthvað alla daga og a.m.k. þegar hún birtist á prenti, þá er að minnsta kosti ekki pláss fyrir ógeðfellda stríðsfrétt á meðan. Vil ég þá frekar fá fréttir af henni París minni, já takk.
1 Ummæli:
Þann 12:23 f.h. , Nafnlaus sagði...
lesa allt bloggid, nokkud gott
Skrifa ummæli
<< Heim