gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Krefjandi tími framundan

Nú er nóvember að lokum kominn og flutningar á næsta leiti. Höfum nú pantað flutningabíl frá og með sunnudeginum næsta. Eftir að flutningum líkur taka svo við próf og verkefni sem standa yfir til 17. janúar hjá mér og 18. janúar hjá Kristínu. Eftir það tekur smá undirbúningur fyrir litlu stelpuna okkar sem er áætlað að komi í heiminn þann 22. janúar. Þá gefst smá tími til þess eins að njóta þess að eignast barn og hugsa ekki um neitt annað en það. Síðan mun skólinn byrja í febrúarbyrjun og er ég að vona að ég komist í gegnum alla þessa törn núna svo að næsta önn verði léttari. Get því ekki neitað því að námið sé að gera mér svolítið órótt núna.

En að léttara hjali. Kom úr tíma í hádeginu í gær og ákvað að skella mér á kebab í hádegismat áður en ég færi í tímann eftir hádegið. Komst að því að mig vantaði pening í veskið svo ég hélt af stað inn á Gammel Torv til að ná mér í pening úr hraðbanka (Jyske Bank).

Þegar ég er rétt ókominn að hraðbankanum þá mætir mér maður sem var mér ansi hreint kunnugur. Snyrtilega, eiginlega svolítið töff klæddur kemur hann þarna með stingandi augnaráð og alveg óendanlega svalur. Það sem gerði þetta að vísu svolítið einkennilegt var að þessi óendanlega kaldi gaur var með kebabrúllu í höndum sér sem gerði þetta bara meira töff þar sem ég var nú með kebab efst í huga. Þarna var s.s. kominn Mads Mikkelsen Bond vondi kall. Það er ekki laust við að hann hugsi eins og ég :o)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim