gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Ísland - Danmörk

Nei þetta er ekki neinn landsleikur. Ég er bara búinn að vera á ferð og flugi. Fékk óvænta afmælisgjöf frá mömmu og pabba um daginn og var það ferð til Íslands. Ég var ansi spenntur og þáði boðið með virktum.

Komum til Íslands í -7° frosti og var ég á tímabili farinn að halda að ég fengi krampa. Í Danmörku hefur ekki verið neitt svakalega kalt, sem er frekar óvenjulegt held ég á þessum árstíma.

Fór í grímupartý þann 18. nóv. dulbúinn sem draugur ásamt Þóri sem kom heldur betur á óvart. Hafði orðað við mig að hann skorti peysu sem hann skyldi eftir á Íslandi og þurfti nauðsynlega að ná í til Íslands.

Síðan varð klukkan 12 á miðnætti og þá hófst gríðarlega mikil snjókoma og læti. Ekki voru lætin afstaðin í bráð, þar sem ég bætti á mig enn einu árinu og varð 27 vetra gamall í öllu fárinu. Um nóttina gekk svo ansi illa að fá leigubíl en það tókst upp úr sólarupprás.

Fór síðan austur með Kristínu upp úr hádegi þann 19. nóv, í mitt eigið kaffi- og matarboð á Selfossi og verð ég að segja að ég hef trúlega aldrei borðað jafn mikið. Jólin ná vart að toppa þennan dag. Hitti ömmu og afa, og fjölskyldumeðlimi sem mér þótti ansi vænt um að gátu séð sér fært um að heimsækja mig.

Síðustu dagar ferðarinnar til Íslands voru svo notaðir í afslappelsi og útréttingar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim