Það er ekkert smá mikið sem gengur á á EM. Við Gauti og Siggi Ágúst horfðum á England - Frakkland á sunnudag og fannst leikurinn ótrúlegur. Hver hefði trúað því að einn maður gæti unnið heila stórþjóð í Knattspyrnu. Það gerðist þó í þessum leik þegar Zidane tók bara til sinna ráða.
Í gær var síðan frábær leikur Svía og Búlgara þar sem Svíarnir kafsigldu Búlgarina. Henrik Larson er bara skrambi góður ennþá, þrátt fyrir aldurinn. Átti þátt í öllum mörkunum fimm og skoraði m.a. tvö þeirra. Hann er því kominn á listann yfir markahæstu menn mótsins. En nú eru tveir sem hafa skorað tvö mörk. Zidane og Larson.
Í gær var síðan frábær leikur Svía og Búlgara þar sem Svíarnir kafsigldu Búlgarina. Henrik Larson er bara skrambi góður ennþá, þrátt fyrir aldurinn. Átti þátt í öllum mörkunum fimm og skoraði m.a. tvö þeirra. Hann er því kominn á listann yfir markahæstu menn mótsins. En nú eru tveir sem hafa skorað tvö mörk. Zidane og Larson.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim