gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

mánudagur, september 29, 2003

Eftir væna vínsmökkun á föstudag var haldið heim og hélt ég mig þar allt kvöldið og horfði á sjónvarpið og gerði ekkert. Kristín fór í partý í Garðabæ svo ég var bara rólegur og sofnaði ljúft.

Á laugardagsmorgunn vaknaði ég endurnærður og skaust í bakarí og verslaði bakkelsi fyrir okkur áður en ég fór í dæmatíma. Að hugsa sér að þurfa að vera í tímum á laugardögum. Laugardagskvöldið átti nú líka að vera rólegt þar sem Kristín fór í Leiklistarskólapartý og ég ætlaði að vera heima, en þá hringdi Jón Ólafur og kom við hjá mér. Hóa leit einnig við en stoppaði frekar stutt. Ákváðum við Jón Ólafur því næst að fara á pöbbarölt. Byrjuðum á Kapítal og hittum þar Gauta. Við stoppuðum þó ekki nema svona hálftíma þar og héldum svo leið okkar áfram. Næsti viðkomustaður var Celtic Cross, sá ágæti staður. Þar gátum við sungið með sennilega lélegasta trúbador í heimi, það var alveg sama hvað maður kom með mörg óskalög, hann þekkti ekkert af því. Nefni ég dæmi um Bubbalög!!! Þarna á Celtic rakst ég á ótrúlega marga frá FSu árum mínum, t.d. manninn sem drakk bara appelsín og fór í messu á sunnudögum, en var svo fallinn fyrir Bakkusi á nýjan leik. Þeir bræður Runni og Palli stungu hausnum inn og ætlaði Runni ekki að kannast við mig fyrr en eftir slatta af hintum og þá sagði hann bara, ,,Já, Gaui!! VÁ, þú hefur örugglega þyngst um 10 kíló síðan síðast!!!!!" Þetta er nú sennilega rétt hjá manninum en þarf virkilega að RÖBBA ÞESSU SVONA INN??? Við Jón fórum svo og hittum Kristínu í Leiklistardjamminu og var heljar fjör þar. Kristín dansaði gat á skóna og held ég að vinkonur hennar hafi einnig gert hið sama.
Fórum að þessu loknu á Glaumbar og þar hitti ég slatta af Selfyssingum í viðbót. Gaman að því. Við vorum töluvert lengi að verð ég að segja og héldum til heimahúsa um klukkan 5!!

Sunnudagurinn einkenndist síðan af dugnaði!!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim