gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

þriðjudagur, janúar 27, 2009

Jamm og jæja...

Ekki gott Ekki gott. Nú er s.s. kippt úr sambandi allri skynsemi. Geri mér reyndar smá grein fyrir að aldrei hefði verið hægt að mynda eina einustu þjóðstjórn, þar sem svo mikil agreiningsefni voru um hver skyldi sitja í hásætinu. Hr. Ólafur Ragnar fer þarna líklega eftir sinni sannfæringu. Líklega væri staðan ekki svona ef Geir hefði ekki greinst með krabbann. Nú lítur hann svo á að hann víkji eftir kosningarnar og hætti á þingi. Þetta er náttúrulega ekki gott fyrir stöðu Sjálfstæðisflokksins. En stundum kippa æðri máttarvöld í spottana.

Út frá mínum bæjardyrum er hér verið að taka úr sambandi miklar aðgerðir sem farið hefur nú þegar í vegna efnahagsþrenginganna. Fáum í staðinn VG þarna inn sem hafa ekki gert neitt nema að segja að nú þurfi að gera eitthvað. Aldrei kom neitt út úr þeirra munni um hvernig þeir ætluðu að taka á málunum.

Æ mér líst ekkert á þetta. Verður ekki bara atvinnuleysinu viðhaldið með þessum hætti. Ýmsir sjóðir stofnaðir sem verða fyrst núna spillingu að bráð osfrv.? Vonandi verður skynsemin aftur uppi á teningnum í maí.

6 Ummæli:

 • Þann 4:57 e.h. , Blogger Þórir Hrafn sagði...

  Það er leiðinlegt að þetta fór svona, ég vona að Samfylkingin hafi vit á því að leyfa VG ekki að gera eitthvað sem gæti komið samstarfinu við IMF í uppnám. Það verður a.m.k. áhugavert að sjá hvað andstöðuflokkurinn VG gerir þessa daga sem þeir fá að vera í stjórn, af tvennu illu er skárra að þau fá 3 mánaða setu til reynslu en 4 ár (að því gefnu að samningurinn við IMF haldist).

  Verður áhugavert þegar og ef það kemur í ljós hvað olli þessari sprengingu, D-ið sakar S um valdagræðgi, S-ið sakar D um að vernda Davíð Oddsson og bíða eftir landsfundi.

   
 • Þann 10:17 f.h. , Blogger gemill sagði...

  Já, það er kannski af tvennu illu betra að þessi minnihlutastjórn haldi bara út fram að kosningum. Það þarf reyndar ekki langan tíma til að eyða peningum í vitleysu.

  Eins og góður maður sagði eitt sinn: "Látið mig hafa milljón krónur og ég skal vera búinn að eyða þeim fyrir kvöldmat - ég þarf náttúrulega og augljóslega þyrlu".

  En já, það verður mikið spennandi að fylgjast með framvindu mála. Ljóst er að Davíð er byrjaður að leita sér að flyttekasse til að bera út úr Seðlabankanum, en þá er líka spennandi hvaða leik hann leikur næst. Tekur hann við af Geir? Klýfur hann flokkinn?

  Mér segist svo hugur að við höfum ekki heyrt frá honum í síðasta skipti. Hann á ábyggilega einhvern ás í handraðanum.

   
 • Þann 9:18 f.h. , Blogger Þórir Hrafn sagði...

  Það væri húmor af bláa höndin sneri aftur, þó ég veit ekki hversu margir myndu fylgja honum ef það gerist. Það gæti alla vega orðið áhugavert (Davíð 12: The Return of the Revenge of Davíð). Yrði enn áhugaverðara ef bæði Davíð sneri aftur og Jón Baldvin, fyrst þeir eru báðir búnir að vera nöldra um endurkomu.

  Annars vona ég bara að Framsókn og Samfylkingu takist að halda VG í skefjum fram að kosningum og að svo verði kosin VG-laus stjórn þegar þar að kemur.

   
 • Þann 2:03 f.h. , Blogger �engill sagði...

  Afhverju haldið þið að VG muni standa sig eitthvað verr en þeir sem hafa verið við stjórn. Ekki tókst Sjálfstæðisflokknum vel til. Ég hugsa að ég myndi persónulega taka það að mér að skjóta Davíð ef hann myndi aftur koma í pólitík. Hann er svo uppfullur af skít og hroka að það ætti að gera hann útlægan. Sjálfstæðismenn eru svo rosalega búnir að skíta í buxurnar að það er bara fyndið. Og hvaða aðgerðum er verið að kippa úr sambandi??? Það eru fjórir mánuðir liðnir og það hefur ekkert gerst til að bjarga heimilum eða fyrirtækjum. Það er ekkert að gerast til að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Það fyrsta sem þessir andskotar byrja að tala um á nýju þingári er hvort eigi að leyfa vín í búðum!!!! Og ég trúi því alveg uppá Geir að hafa logið um krabbameinið. Bara svo að það fari ekki í sögubækurnar að hann hafi þurft að segja af sér.
  Ruglið er rétt að byrja.

   
 • Þann 12:04 e.h. , Blogger gemill sagði...

  Þetta með Davíð. Það virðast allir vera með endalausan skít til í fórum sínum til að maka á hann. Ég held hins vegar ekki að til sé nein festa i neinum rökum um að hann hafi gert hlutina verri á Íslandi.

  Hans ríkisstjórn integreraði Ísland svo mögulegt yrði að skapa svigrúm fyrir frumkvöðla og auka atvinnumöguleika til muna. Hans stjórn opnaði fjármagnsmarkaði fyrir Ísland svo að hægt yrði að bjóða fjárfestum að festa fé sitt í Íslensku atvinnulífi og að sama skapi að Íslendingar gætu séð tækifæri erlendis. Út í einkavæðinguna var farið meðal annars á þessum forsendum. Svona mætti lengi telja.

  Það er svo ekki fyrr en nú að í ljós kemur að nokkrir menn hafa misnotað þennan möguleika til að láta fé ávaxtast með aukinni skuldsetningu fyrir þjóðina án þess í raun að huga að hagsmunum þeirra sem áttu peningana. Það verða trúlega alltaf gallagripir sem misnota svona vald en allt það sem ríkisstjórn Davíðs gerði var að gera arðsemi heimila og fyrirtækja miðað við alþjóðlegt umhverfi.

  Þess vegna finnst mér að Davíð ætti bara að drífa sig í pólitíkina aftur. Það glymur alltaf hæst í tómri tunnu þegar að skítkastinu kemur. Ég get ekki séð að menn eigi sína erfiðleika nú svona hrikalega mikið til Davíðs að sækja.

   
 • Þann 3:34 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

  There is definаtely a lоt to learn abοut this topic.

  I lοve all of the points you have made.

  Here is my webpage - diet programs that work

   

Skrifa ummæli

<< Heim