gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

sunnudagur, mars 09, 2008

Krónukjarkur...

Nú fellur gengi krónunnar dag frá degi og fer vart framhjá neinum. Þetta kemur við buddu íbúðakaupenda sem tóku erlend lán, fyrirtækja sem standa í innflutningi, o.s.frv. Á sama tíma hefur vaxtamunurinn við útlönd verið að minnka sem ég vona að eigi ekki eftir að gera krónunni erfiðara fyrir en þarft er. Ég held það sé eitthvað til í að fólk er mun áhættufælnara nú en t.d. í fyrra og það er einmitt þessi áhættufælni sem grefur krónuna dýpra.

Ég myndi vilja sjá Íslendinga aðeins hugaðri en svo að vera í of miklum erlendum lántökum og standa frekar djarfa við fjárfestingar sínar í krónum. Íslenska krónan er eftir allt saman ekkert svo glataður kostur þegar á heildina er litið. Hún er mjög góður fjárfestingarkostur raunar. Ef menn eru svo að reyna að telja í sig einhvern kjark og bjartsýni (eins og virðist í eðli okkar) þá ættu þeir ekki að gleyma því gullna kauptækifæri sem nú er að skapast í okkar heimilislegu krónu.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim