gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, janúar 25, 2008

Síðasta masterprófið...

Í gær lauk ég mínu síðasta prófi á masterleveli og því 80 einingar í höfn. Framundan er því lokaritgerð sem mun halda mér uppteknum að minnsta kosti næstu sex mánuðina.

Ég verð að viðurkenna að þegar ég var búinn í prófinu þá kom yfir mig sælutilfinning og ég var í miklu stuði til að fagna hreint rosalega. Fór því aðeins á Solbaren til að kíkja á síðustu mínúturnar í leik Íslands og Spáns á EM sem var reyndar búinn þegar ég kom. Þar mætti ég niðurlútum einstaklingum sem voru í allt öðru stuði en að fara að skemmta sér og því fjaraði það gaman út á augabragði. Þar sem Kristín var ekki heima og ég í miklu fagnaðarstuði sem ég náði ekki að skila af mér, þá endaði ég með því að glápa á Friends og Simpsons og bældi þannig sigurvímu mína niður einn með sjálfum mér. Þessa helgina verður nú trúlega erfitt að halda upp á próflokin þar sem hér er fátt af fólki sem ég þekki. Ketill í Horsens, Þórir og frú heima á Íslandi og svoleis. Þetta verður því bara að bíða en þegar næst verður tekið til við fögnuð þá verður það væntanlega af öðru tilefni en þessu.

2 Ummæli:

  • Þann 12:25 e.h. , Blogger Þórir Hrafn sagði...

    Ég skal fagna með þér um leið og ég kem til Danmerkur, nóg af tilefnum til staðar. Bæði er ég búinn að fá síðustu einkunnir og því með mínar 90 einingar í höfn, og svo á líka enn eftir að halda innflutningspartý á svanaveg :D

     
  • Þann 11:50 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Til hamingju með próflokin - þið verðið bara að koma heim til íslands- þá skal ég alltaf fagna með þér vúhú...

     

Skrifa ummæli

<< Heim