gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

mánudagur, ágúst 29, 2005

Jahá. Nú um síðustu helgi var sko rokna partý hjá henni Birnu í Byggðarenda. Þær mæðgur héldu upp á tvöfalt afmæli og var ekki verið að skafa af því á þeim bænum. Blásýra (hljómsveitin sem við Danni, Gísli, Kalli og Þórir erum í) hélt uppi stuðinu fram á rauða nótt. Mér finnst alveg magnað hvað fólk var í miklu stuði og því meira sem það er, því skemmtilegra verður að spila. Húsið og stofuteppið virtust nú þola mikinn dans og undurfagra hljóma okkar nokkuð vel, en við höfðum nú alveg búist við sprungu í svona a.m.k. einni rúðu eða svo hehe.

Runnin er upp sú stund sem ég kveið hvað mest fyrir. Hún elsku Kristín mín var að fara í flug út til Köben nú rétt í þessu. Við fórum á Sólon í hádeginu og fengum okkur að borða og kvöddumst síðan í kjallaranum í Seðlabankanum. Það var nokkuð löng og innileg kveðjustund og verður manni þá hugsað til fleygra orða Jim Carreys úr myndinni Dumb & Dumber; "Be strong".
Ég er annars mjög feginn að Kristín er ekki að fara ein, því hún Anna Ósk fer með henni og léttir mér því talsvert. Þær eru annars að hefja nám í talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla og munu flytja í íbúðina okkar að Mysundegade 24 strax í dag.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim