gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, september 17, 2003

Svakalega var ljúft að horfa á Meistaradeildina í gærkvöld eftir kóræfingu. Missti þó af Manchester - Panathiakos en missti að sjálfsögðu ekki af Real Madrid - Marseilles , það er hrein unun að horfa á þessa listamenn í Real, ekki ónýtt að hafa Zidane, Ronaldo, Figo, Roberto Carlos, Raúl og David Beckham í sínu liði. Þetta var algjör veisla. 4-2 fór leikurinn, Ronaldo með 2 Figo og Roberto Carlos með sitt hvort markið. Það sem mér finnst svo flott eru þessar ÓTRÚLEGU sendingar Beckhams. Hann sendi boltann fyrir markið og Roberto Carlos tók hann bara viðstöðulaust á lofti og hamraði í netið eins og ekkert væri, svona er náttúrulega list. Figo tók víti í vinstra hornið sem hann skoraði úr en það var dæmt af einhverra hluta vegna, því þurfti hann að taka það aftur og setti boltann bara aftur í sama hornið, þvílík bíræfni!!!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim