gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

mánudagur, september 08, 2003

Fórum í þessa líka ágætu útskriftarveislu á föstudagskvöldið hjá honum Jóni Sigurði. Hann var að útskrifast úr Stærðfræði með B.S gráðu úr Háskólanum. Við fórum á leigubíl með þeim Rut, Stebba, Herdísi og frönskum vini hennar. Í veislunni hitti ég þó nokkra Selfyssinga, þá Stebba Jökul og Jenna og var Ásta einnig á staðnum. Þarna voru líka Margrét og Einar. Mikið skemmtilegt partý með tilheyrandi Radiohead- og Bítlamúsík. Fórum svo í bæinn og kíktum við aðeins á PRAVDA (gamla Astró), mikið er búið að breyta þessu.
Á laugardaginn horfðum við Valdi og Alexander á Ísland - Þýskaland, ég veit ekki hvort sófinn sem við sátum í sé í lagi eftir þennan leik. Ég var alveg að losna á límingum sérstaklega þegar Þjóðverjar björguðu tvívegis á línu. Alveg rosalegt svekkelsi að skora ekki. Búnir að koma boltanum fram hjá Kahn en samt einhvern veginn tókst ekki að koma blöðrunni yfir línuna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim