gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Helgin var fín. Litli Brúnn stóð sko undir væntingum. Var að til klukkan 7 um sunnudagsmorguninn. Var reyndar í sumarstarfsmannagleði með Íslandsbankafólkinu á föstudag. Boðið var upp á rauðvín eftir vinnu og svo var farið í partý til hennar Hjördísar og þar snakkað og sungið og drukkið áður en farið var á Hverfisbarinn þar sem mér tókst að slasa hana Huldu í rokksveiflu. Á laugardaginn var svo byrjað á að fara í sund og síðan um klukkan 19.00 fór ég í brúðkaupsveislu til að spila undir hjá þeim feðgum Hjalta og Rúnari. Þeir voru fantagóðir og vöktu mikla lukku. Þar hitti ég hana Margréti (Biddu) og var hún frekar svekkt yfir að komast ekki í ferðina.
Eftir brúðkaupið var brunað í Þrastalund þar sem Litli-Brúnn var samankominn. Kristín tók mér eins og frelsishetju og kyssti mig og kjassaði þegar ég kom þarna klifjaður ýmsum pinklum.
Hófst fljótlega mikil grilllota með nýja grillinu mínu og tókst það allt vel að lokum þó brösulega hafi gengið að kveikja upp í því. Síðan var farið í ýmsa leiki og man ég ekki betur en það hafi verið samdir a.m.k. 2 textar við lög auk þess sem Shawn frændi kom með ,,Little Bridge" lagið 2003 sem hét Iceland og hófst á orðunum: ,,I dont believe Paul Simon, I prefer John Dunn." Var þá fjörið byrjað af alvöru og stóð það til um 9.00 um morguninn er mér sagt. Þvílík partýdýr í kórnum. Ég ruglaðist nú smá á tjöldum og var það ekki von þar sem mörg tjaldana voru kúlutjöld eins og mitt, en það var nú reyndar A-laga tjald gult að lit sem ég seildist inn í. Brátt fann ég þó mitt bláa kúlutjald.
Eiki úr vör var mættur þarna og var tekið vel á móti kauða með laginu: ,,Páskarnir eru í nánd" en það er frumsamið eftir þau systkini Siggu og Eika. Drengurinn fór nú bara á kostum á gítarinn og þykir mér ótrúlegt hvað hann kunni mikið af lögum. Um kvöldið slóst svo Áki, local drykkjumaður, í hópinn en hann var maðurinn með gítarstrengina og landann þetta kvöldið. Hvaðan hann kom eða hvert hann var að fara, veit ég ekki. Hann greip þó stundum í gítarinn þegar Eiki þurfti frá að hverfa vegna blöðrunnar og þá þekkti enginn þessi lög hans. Hann átti þó gott framlag til samkundu þessarar þegar hann tók til við að þræða alla gítarana með strengjunum sínum. Eiki var svolítið duglegur við að slíta strengina nefnilega.
Sunnudagurinn fór svo í tiltekt og flatbökuát á Hróa Hetti á Selfossi.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim