gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

mánudagur, júlí 28, 2003

,,Það var gott við grilluðum, í góðu veðri á svölunum."

Já, við Kristín fórum á Selfoss á laugardaginn og sóttum þau Þengil og Hrafnhildi heim í Grashagann. Fyrst var farið í kaupfélagið (Nóatún) og verslað í matinn og síðan hafist handa við að grilla lamb og naut. Mjöður var sopinn með. Þetta var alveg prýðiskveld og má með sanni segja að svona fámenn kvöld séu góðmenn.
Eftir matinn var farið í hið sívinsæla samkvæmisspil Trivial Pursuit hið ljósbláa. Upphófst þá hin mesta keppni og þó svo að ég hafi staðið skil á tónfræðispurningunum þá tókst mér nú ekki að sigra því sigurvegarinn var Kristín og svo Hrafnhildur í öðru. Við skulum ekkert tjá okkur um framhaldið. Oft komu fyndnar spurningar, eins og: ,,Hver hlaut silfurskóinn á nýafstöðnu Íslandsmóti í knattspyrnu karla (1986)?????" How should I know?? Eftir fjögur var svo skrönglast heim á leið í rimann. Sunnudagurinn var svo notaður í heimsóknir og eitt stykki afmæli og var mikil þreyta þann daginn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim