gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

þriðjudagur, júlí 15, 2003

Jæja, það er allt að gerast núna þessa síðustu daga fyrir Litla-Brún. Kristín og ég fjárfestum í sínum hvorum útilegustólnum um daginn í Rúmfatalagernum. Þegar við komum að kassanum sagði afgreiðslustúlkan að þessir stólar væru með svona ,,bjórdrasli" og það væri alveg stranglega bannað að vera með eitthvað annað en bjór í bjórdraslinu. Vorum ekki alveg með þetta á hreinu sko.....
Síðan var brunað með Safnkortsávísun í Esso og þar var okkur úthlutað ,,Pikknikk" -sett sem hentar alveg prýðilega held ég. Nú er bara að redda sér regnfötum þar sem það rignir alltaf í Litla-Brúnsferðum samkvæmt heimildum frá 1948 (eða hér um bil) !!!! Ætli maður geti fengið regnföt kanski hjá Þengli í Húsasmiðjunni?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim