gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, desember 11, 2002

Prófið í Alþjóðahagfræði afstaðið, skrefinu nær jólafríinu. Það eru átta dagar eftir í baráttunni. Þetta gekk svona þolanlega held ég bara. Byrjaði að læra klukkan átta í morgun og það þykir afrek á mínum bæ. Jón Ólafur er alla vegana búinn að núa mér þessu um nasir síðustu vikurnar, reyndar alla önnina, hvað ég er lélegur að mæta á morgnana, en ég sannaði að ég get það. Fyrir vikið er ég alveg svaka þreyttur núna humm, þetta voru afleiðingarnar eftir allt saman.
Fékk mér annars súkkulaðitertu eftir prófið sem hún mamma hennar Láru bakaði og gaf mér, átti það sko skilið, en svo þegar ég kom aftur á Hlöðuna vildu Jón, Valdi og Dæja endilega fá sér pizzu og ég varð við því. Var ekkert smá saddur eftir fjórar sneiðar úff.... venjulega sporðrennir maður 5-6 sneiðum léttilega.
Næsta próf er svo Fjármál Milliríkjaviðskipta og er það á föstudaginn, ég nenni bara ekki að læra fyrir það!!!!!!!! ER ORÐINN ANSI HREINT LEIÐUR Á ÞESSUM LÆRDÓM :o(

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim