gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Faðir í eitt ár...

Þá er maður bara búinn að vera pabbi í eitt ár og verð ég að segja að sú tilfinning er ansi ljúf og góð. Þetta eina ár hefur líka liðið jafn hratt og vindurinn sem gengið hefur yfir Ísland í allan vetur. Emilía virðist nú öll vera að sætta sig að verða árinu eldri en það stefndi nú í að hún yrði lasin á afmælisdaginn (í gær) en sem betur fer var hún hitalaus og gat farið á leikskólann, þar sem hún var hin kátasta.

En jæja, ég komst ekki langt með vísbendingarnar því það er bara strax komið svar við 4. umferð gúgglileiksins og var þar á ferðinni hún Bidda sem svaraði réttilega: Boston. Hún hlýtur því verðskulduð 5 stig fyrir afrekið og tekur hér með forystu í leiknum.

Staðan eftir 4 umferðir:

1. Bidda 5 stig
2.-3. Jón Sigurður 3 stig
2.-3. Hákon 3 stig
4. Þórir Hrafn 2 stig

Kem von bráðar með 5. umferð.

1 Ummæli:

  • Þann 3:18 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hvernig væri nú að fara að setja inn nokkrar myndir af stóru stelpunni þinni? Suma á Íslandi langar sko dáldið mikið að sjá snúlluna!

     

Skrifa ummæli

<< Heim