Við Kristín fórum í ansi hreint frábæra útilegu um síðustu helgi. Sól á himni var okkar besti vinur lengi vel en síðar var hún farin að vera til óþurftar þar sem allir voru orðnir rauðir (á annarri hliðinni). Það gerðist vegna þess að við vorum svo lengi upp að Svartafossi sem þýddi að sólin fékk nægan tíma til að grilla göngugarpa vinstra megin. Rut og Stebbi fóru þó hvað verst út úr mr. sun og urðu mest mest rauð. Þórhildur missti fót og þurfti að skera af við öxl!!!! Reyndar var það nú bara nögl á stórutá sem fór og þurfti því að skeiða með hana (sko Þórhildi) niður á tjaldsvæði til að koma henni aðhlynningu. Við vorum ekki fyrr komin niður að ,,ég" (taka með fyrirvara) læsti lyklana í bílnum mínum. Hófst þá hin gríðarmikla innbrotslota. Auður augnpotari (ekki Kór Auður sko) reddaði okku vír og var þá hafist handa við að spenna hurðina upp til að koma tjaldhælum á milli. Atgangur mikill átti sér stað næstu 30 mínúturnar þar til Jón augnpotari braust inn að lokum og bjargaði deginum. Vildi hann ólmur halda áfram og ganga á bíla nærliggjandi tjaldeigenda en þó náðist að hemja hann. Grillað var um kveldið og síðan farið að djamma. Stúlkukindurnar sátu að spjalli yfir blössi og við drengirnir fórum í frisbí. Fljótlega tókst okkur að þróa nýjan leik sem hlaut nafnið: ,,Bjórfrisbí". Það var alveg snilldarleikur. Leikurinn gekk út á það að menn sátu í grasi og köstuðu frisbí á hver annan. Ef ekki var gripið eða kastað illa var skorið úr um það hvor hlaut refsistig og þegar fimm stiga múr var náð þurfti að hlaupa circle of shame og sækja bjór handa leikmönnum. Ég var sennilega búinn að hlaupa lengst þar sem að kastararnir voru það lélegir ;o) (ekki ég að grípa). Síðan renndi maður í hlað nokkuð hlægilegur sem tjáði okkur í hvívetna að hann væri ekki landvörður. Var hann þó nokkuð við skál. Vildi hann ólmur skemmta skemmtilegu fólki eins og okkur og dró því harmonikku fagra úr skottinu. (Athugið, hann var á bíl!!!) Þá upphófst söngur mikill og spil og þegar líða tók á nóttina var hann í sífellu að tala um að hann væri landvörður í Skaftafelli ?!?!?! Ég var nú með hressasta móti og var mér tjáð daginn eftir að ég hefði leikið á nikkuna þó nokkuð mikið líka (og ég sem kann ekkert á nikku). Kristín sá svo um tiltekt á tjaldi vegna þess að ég þurfti að liggja í leti í þó nokkuð langan tíma og fékk þar af leiðandi smá lit!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim