gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Nú fer að draga til tíðinda...

Skólarnir bara að byrja. Kristín er nú að fara á laugardaginn út til Köben og skilur mig því eftir á fróni í bili. Ég hef hins vegar hugsað mér að fara út um miðjan september. Vona bara að það verði ekki orðið klikkað að gera í skólanum þegar ég kem.

Nú er hins vegar komið svar við 19. leik. Nú var það nýr maður á lista sem heitir Þórir Hrafn Gunnarsson kenndur við Strump sem kom með svarið Intel. Hér var því verið að spyrja um fyrirtæki sem framleiðir hátæknivöruna örgjörva. En Þórir Strumpur hlýtur hér 2 stig fyrir.

Ekki er langt til þess að bíða að síðasti leikur í þessari fyrstu keppni líti dagsins ljós.

Stigataflan eftir 19 leiki:

1. Baldur 13 stig
2. Anna Ósk 9 stig
3. Jón Sigurður 8 stig
--------------------------
4.-6. Gauti 5 stig
4.-6. Hilla 5 stig
4.-6. Bidda 5 stig
7.-10. Rut 4 stig
7.-10. Þórir Hrafn 4 stig
7.-10. Helgi Heiðar 4 stig
7.-10. Jón Ólafur 4 stig
11. Óli Gneisti 3 stig
12.-14. Þórir Strumpur 2 stig
12.-14. Pálína 2 stig
12.-14. Sverrir 2 stig

Baldur er enn með forystu og er nú hvað úr hverju að fara að tryggja sér sigurinn en sjáum hvað setur. Fimm stig eftir í pottinum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim