gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

mánudagur, ágúst 28, 2006

Af meintum hryðjuverkum Kúrda...

Já, það er ávallt léttir þegar prófum líkur. Mér fannst þetta próf ganga stóráfallalaust fyrir sig svossum, en maður veit aldrei. Helgarinnar verður trúlega minnst fyrir helgi hins góða málsverðar. Á fimmtudag bauð ég Valda í hádegismat í bankanum (lambalæri bernaise), á föstudagskvöldið grilluðum við frændsystkinin lambalæri og svínakótilettur og á laugardagskvöldið fórum við Kristín á Fjöruborðið á Stokkseyri og pöntuðum okkur Humarsúpu og verð ég að segja að þetta hafi verið besta humarsúpa sem ég hefi smakkað um dagana.

Það er ekki laust við að maður hafi orðið smeykur þegar ég heyrði fréttirnar á leiðinni í vinnuna í morgun. Fjórar sprengjur höfðu sprungið í Tyrklandi nálægt hótelum sem um 300-400 íslendingar voru á. Herskáir kúrdar eru taldir hafa skipulagt þessa árás. Á meðal íslendinganna á einu hótelanna eru tengdaforeldrar mínir og hafði ég tafarlaust samband við Kristínu þegar ég heyrði þetta. Af fréttum að dæma hafði ekkert mannfall orðið en nokkrir höfðu særst en engan íslending sakaði. Það var svo að koma símtal frá Þórarni (pabba Kristínar) sem sagðist hafa horft beinlínis á eina ruslatunnusprengjuna springa, en annars væri allt í lagi hjá þeim. Maður hugsar sér bara hversu íslendingar eru oft heppnir að lenda ekki í öllum þessum hörmungum þó þeir séu oft nærri.

Einn annar íslendingur var heppinn í morgun. Hvaða guðslukka var með íslenska stráknum í Köben þegar honum var kastað fyrir lest í morgun? Maður spyr sig, hlaut bara skurði og skrámur.

Jæja, þá er komið að fjórðu vísbendingu í leik 19. Ekki er komið rétt svar enn, en fólk er orðið bísna nærri. Nú eru stigin sem eftir eru í pottinum einungis sjö talsins og því ljóst að baráttan um fyrsta sætið stendur einungis á milli Baldurs, Önnu Óskar og Jóns Sigurðar.

Leikur 19: Fjórða vísbending: 2 stig.

Nafn fyrirtækisins kemur oft fyrir á tölvukössum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim