gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Nýtt met slegið...

Skemmst er frá því að segja að allir svarendur nema einn féllu í gildruna sem upp var sett í spurningu nr 15.1. Hér var ekki verið að spyrja um knattspyrnumann, heldur danska eðlisfræðinginn og nóbelsverðlaunahafann Niels Bohr sem ætti að vera flestum kunnur vegna framlags síns til skammtafræði (og að hafa verið prófessor við Kaupmannahafnarháskóla).

Það var hann Jón Sigurður sem svaraði þessu og er nú on fire í keppninni. Hér var einnig sett met í að svara fljótt og hlýtur hann nafnbótina Load Runner fyrir. Hann var líklega ekki nema um 30-40 mínútur að koma með svar eftir að ég hafði sett fram þessa gríðarlega erfiðu spurningu mína. Hafði að sjálfsögðu aldrei minnst á eðlisfræði eða neitt sem Bohr var frægur fyrir en Jón er greinilega ekki allur þar sem hann er séður enda mikill áhugamaður um almenna vitneskju (eða vitleysu hehe) segja honum nærstaddir.

Af stigatöflunni má dæma að það verður hart barist á næstunni. Jóni hefur tekist að rífa sig úr nærri vonlausri stöðu upp í þriðja sætið.

Hefur einhver góða uppástungu á nafni á þessa sérdeilis skemmtilegu keppni?


Stigataflan eftir 15 leiki:

1. Baldur 13 stig
2. Anna Ósk 9 stig
3. Jón Sigurður 8 stig
4.-6. Gauti 5 stig
4.-6. Hilla 5 stig
4.-6. Bidda 5 stig
7.-9. Þórir Hrafn 4 stig
7.-9. Helgi Heiðar 4 stig
7.-9. Jón Ólafur 4 stig
10. Sverrir 2 stig

Kem síðan med 16. leik von bráðar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim