gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Svona á milli verkefna...

Þá dettur mér í hug að koma með smá játningu.

Ég er glaður maður af því ég má vera það. Ákveðnir hlutir í lífinu hafa gengið vel síðustu daga og vikur og þess vegna er svona smá léttir í sálinni. Það er samt alltaf eitt sem ég finn fyrir. Ég sakna sárlega hennar Kristínar minnar, sem mér finnst ég ekki sjá neitt núorðið. Það er rosalega leiðinlegt að vera svona í sundur, það er vitað mál. En ég get verið hamingjusamur með það að gellan mín ætlar að koma í dag til mín en því miður hryggir það mig hversu fljótt hún verður á bak og burt. Manni líður eins og unglingspilti sem er að deyja úr ást, ha. Enda engin furða, því ég er ástfanginn af Kristínu sem aldrei fyrr. :o)

Já, þannig er nú það. Ég held að enginn geti haft sigurorð af tilfinningum sínum að fullu.

Sáttur og ánægður, kannski smá stoltur líka ;o)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim