gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, júlí 26, 2006

Það er komið svar við spurningu 17. leiks.

Í þetta sinn er það nýr maður á lista, Óli Gneisti, sem ég man ekki alveg í svipinn eftir og biðst ég afsökunar á því ef við höfum hist einhvern tíma. Hann fær þó að sjálfsögðu þrjú stig og kemst í baráttuna.

Hann svaraði Zimbabwe sem er Afríkuríki Mugabes og hefur verðbólgu upp á 1193,5% miðað við síðustu 12 mánuði í maí. Ekkert lítið. Þannig að texta Sólstrandagæjanna um lífið sem er svo ömurlegt og hvort það sé skárra í Zimbabve er auðveldlega svarað, a.m.k. á þennan mælikvarða. Við höfum 8,4% verðbólgu á Íslandi í júlí sem við teljum ekki viðunandi til lengri tíma en ef litið er til þeirra úti í Zimbabwe, þá erum við í góðum málum á heimsmælikvarða eða hvað finnst ykkur. Við þurfum náttla að setja okkur í samhengi við löndin í kring hehe...

Stigataflan eftir 17 leiki:

1. Baldur 13 stig
2. Anna Ósk 9 stig
3. Jón Sigurður 8 stig
--------------------------
4.-6. Gauti 5 stig
4.-6. Hilla 5 stig
4.-6. Bidda 5 stig
7.-10. Rut 4 stig
7.-10. Þórir Hrafn 4 stig
7.-10. Helgi Heiðar 4 stig
7.-10. Jón Ólafur 4 stig
11. Óli Gneisti 3 stig
12. Sverrir 2 stig

Enn sem fyrr er það Baldur sem vermir toppsætið, en það getur hæglega breyst því það eru 15 stig í pottinum!!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim