gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, maí 14, 2003

BÚINN Í PRÓFUM!!!!!!

Já, við Halli og Jón Ólafur vorum sko sammála því að þetta síðasta próf hefði verið erfitt en það sem mestu skipti var að við vorum búnir í prófum :o) . Þannig var að við Halli fórum því bara á Felix og horfðum þar á AC Milan - Inter Milan vel afslappaðir og hressir. Eftir leiknum var svo ÍR - Haukar og við horfðum bara líka á það. Haukar urðu náttla Íslandsmeistarar í Handbolta og held ég að Halli hafi nú ekki verið nógu hress með það. En jæja. Þorri bróðir Halla og einn vinur hans komu svo og þá var farið í Pool á Gauknum. Vorum mjög duglegir að taka leiki. Síðan kom Kristín og spilaði með okkur og að því búnu var haldið heim á leið. Sérdeilis fínt kvell!!!

Hafðu yndislegan dag!

gemill

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim