gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Lærdómur er harður dómur...

Þá er setið við bókalestur fram eftir kveldi. Beint úr vinnu, út í Odda og lesið til 12. Þannig er það nú bara. Næst ekki mikill lestur nema með þeim hætti, en ég er þreyttari á þessu með hverjum deginum sem líður. Hef nú rúma viku til stefnu þar sem prófið sem ég er að fara í er á föstudaginn 25. ágúst nk. Það gæti því náðst að lesa eitthvað pínulítið til viðbótar fram að þeim tíma ef þessi leið er farin.

Nú er kominn tími á fjórðu vísbendingu í leik 18.

Leikur 18: Fjórða vísbending: 2 stig.

Fólk tjáir sig stundum á þennan hátt þegar það þakkar fyrir sig, ber virðingu fyrir einhverju(m) eða lýsir aðdáun sinni.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim