gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, júní 25, 2003

Vá, var dagurinn í gær strembinn. Var að vinna frá 9 til 6 og svo fórum við Kristín heim að pakka dótinu okkar saman. Málið var nefnilega það að við tókum okkur til og fluttum bara í einni svipan. Vorum að frá 7 til 01 og var maður orðinn ansi hreint lúinn. Við fluttum þó ekki langt því við þurftum að flytja frá Eggertsgötu 28 yfir í Eggertsgötu 24 þannig að við löbbuðum bara á milli með allt draslið. Þetta er samt töluverð breyting þar sem nú er maður búinn að skilja við sambýlismanninn og kominn í einstaklingsíbúð. Fólki er velkomið að kikka á okkur til að skoða herlegheitin og fá jafnvel kaffisopa (þegar ég er búinn að koma mér upp kaffikönnu). Nú er það helsti höfuðverkurinn að kaupa þá hluti sem maður átti ekki í hinni íbúðinni en fékk lánað hjá Bjarka. En þá er bara að taka skrens í IKEA. Já, eða Húsasmiðjunni hjá honum Þengli kannski. En fyrir þá sem vilja kíkja, þá er þetta íbúð 317. (það er lyfta!!!)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim