gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Próf á næsta leyti...

Já, nú er bara komið að prófi á föstudagsmorgun og ég kann ekkert eins og venjulega. Hrikalega leiðinlegt búið að vera að fara í vinnuna kl. 8, koma heim kl. 4, hálf 5 og fara svo út í Odda eftir það og vera til miðnættis. Mjög einhæfir og þurrir dagar. Leyfði mér þó aðeins að sletta úr klaufunum á Menningarnótt og síðan var farið í bústað á föstudagskvöldið og vil ég þakka Herdísi kærlega fyrir að bjóða okkur.

En nú er ég að hugsa um að setja leik 19 í gang. Þetta er jafnframt næstsíðasti leikurinn í þessari keppni (einhver verður að vinna þetta). Síðan verður bara önnur keppni þar sem svo sigurvegarinn í þessari keppni mun fá tækifæri til að verja titilinn. Á þessari stundu er það hinn snjalli teiknari og hagfræðingur Baldur sem er líklegasti kandídat í að vinna þessa keppni, og getur hann í raun tryggt sér sigurinn með svari sem gefur tvö stig eða meira. Sjáum hvað setur.

Leikur 19: Fyrsta vísbending: 5 stig.

Spurt er um þekkt fyrirtæki.

Fyrirtækið hefur um árabil starfað í rannsókna- og þróunargeiranum (R&D).

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim