gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, ágúst 18, 2006

Fyrirsát uppreisnarmanna í morgunsárið...

Á sjötta tímanum í morgun var ég vakinn upp af fegrunarblundi, þegar á mig réðst æðvængja. Við þetta sprett ég á lappir og kveiki ljósið til að ná tökum á fyrirsátinni. Eftir að hafa flúið um stundarsakir af yfirráðasvæði mínu (herberginu mínu), kom mér í hug að herbergið væri ekki nógu stórt fyrir okkur báða. Notaði ég því herkænsku mína til að upphugsa gagnárás gegn óvininum. Kallaði ég eftir aðstoð Morgunblaðsins sem bandamanns (sem útvegaði gjöreyðingarvopn til verksins) og lét til skarar skríða. Gagnárásin heppnaðist fullkomlega þar sem Morgunblaðið sýndi mátt sinn í verki og gjörsigraði óvininn. Mannfall minna manna var með minnsta móti en ekki er hægt að segja það um her æðvængja.

Reyndist óvinurinn vera liðsmaður hinna herskáu öfgasamtaka trjágeitunga sem stóðu að baki tilræðinu og hlaut hann vota greftrun í kjölfarið.

En þá er komið svar við leik 18. Þetta var að sjálfsögðu athöfnin að klappa. Í þetta sinnið var um nýja konu á lista og býð ég hér með hina nýbökuðu móður Pálínu velkomna í hóp þessa fyrirmyndarfólks. Hlýtur hún 2 stig í baráttunni um titilinn.

Stigataflan eftir 18 leiki:

1. Baldur 13 stig
2. Anna Ósk 9 stig
3. Jón Sigurður 8 stig
--------------------------
4.-6. Gauti 5 stig
4.-6. Hilla 5 stig
4.-6. Bidda 5 stig
7.-10. Rut 4 stig
7.-10. Þórir Hrafn 4 stig
7.-10. Helgi Heiðar 4 stig
7.-10. Jón Ólafur 4 stig
11. Óli Gneisti 3 stig
12. Pálína 2 stig
13. Sverrir 2 stig

Enn sem fyrr er það Baldur sem vermir toppsætið, og eins og sjá má er baráttan enn all hressileg því 10 stig eru eftir í pottinum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim